Höfðað er til almennrar skynsemi varðandi notkun hoppukastala og annarra leiktækja. Hér eru þó nokkrar notkunarreglur og leiðbeiningar:
1. Ávalt skal hafa eftirlit með börnum í kastala
2. Fullorðinn einstaklingur skal sjá um eftirlit
3. Tryggja skal að börn fari eftir notkunarreglum
4. Bannað er að klifra utan á veggjum, þaki og hliðum kastalanna.
5. Bannað er að klifra á veggjum rennibrauta eða hoppa af rennibrautapöllum.
6. Ekki skal hafa matvæli í kastala, eða beytta hluti í vösum, eða verðmæti.
7. Börn skulu ekki nota skó í kastala
8. Bannað að hrinda, fella, hrúgast saman á hliðar/net kastala o.s.frv.
9. Bannað er að vera í kastala þegar hann er blásinn upp eða tæmdur.
10. Leigutaki ber ábyrgð á að farið sé eftir notkunarreglum. Hoppukastalar.is taka ekki ábyrgð á slysum sem kunna að verða vegna notkunar á hoppuköstulum eða öðrum leigubúnaði.
11. Kastalarnir eru ekki fyrir fullorðna